Mánudaginn 8. október s.l. var haldin ráðstefna í Árósum um nýjar áherslur í uppbyggingu grænna svæða. Ráðsefnan var haldin að frumkvæði Jordbrugets UddannelsesCenter Århus og þáttakendur voru frá öllum Norðurlöndunum.
Áherslur í uppbyggingur grænna svæða
Verkfræðistofan EFLA fjallar um uppbyggingu og umhirðu grænna svæða á Norðurlöndunum með áherslu á að fegra umhverfið og auka líffræðilega fjölbreytni.
Fulltrúi EFLU verkfræðistofu, Magnús Bjarklind, fjallaði um faglega útplöntun trjágróðurs og fór yfir niðurstöður nýlegrar rannsóknar um áhrif jarðvegsfyllinga á trjágróður á Íslandi.
Rannsóknin var unnin að frumkvæði EFLU verkfræðistofu í samstarfi við Rannsóknarstöð skógræktar ríkisins á Mógilsá. Einnig tók félag skrúðgarðyrkjumeistara og Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar þátt í rannsókninni.
Rannsóknin var unnin í tveimur hlutum, þ.e. haustið 2010, þegar tré var grafið upp úr hljóðmön við Kringlumýrarbraut og mat lagt á viðarvef og rótarkerfi. Haustið 2011 voru síðan borkjarnar teknir úr trjám í sömu mön til að leggja mat á vöxt trjánna.
Niðurstöður rannsóknarinnar staðfesta að súrefni í jarðvegi hefur mikil áhrif á heilbrigði og vöxt trjágróðurs. Höfundar vona að niðurstöður rannsóknarinnar verði jákvætt innlegg í faglega uppbyggingu og umhirðu trjágróðurs. Þolmörk aspa gagnvart jarðvegsdýpi eru nú betur þekkt en áður sem og áhrif á viðarvöxt og heilbrigði.
Lesa má skýrsluna á slóðinni:
http://www.efla.is/frettir/heilbrigei-trjagroeurs