Alþjóðleg ráðstefna kvenleiðtoga

23.11.2018

Fréttir
A crowd mainly consist of women and few men standing together posing

Frá WPL ráðstefnunni sem fór fram í Hörpu á síðasta ári.

Heimsþing alþjóðasamtakanna, Woman Political Leaders, Global Forum, (WPL) verður haldið í Hörpu 26. - 28. nóvember næstkomandi. EFLA er einn af bakhjörlum ráðstefnunnar.

Heimsþingið er haldið í samstarfi við Alþingi og ríkisstjórn Íslands en Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er sérstakur verndari heimsþingsins.

Jafnréttismálin í brennidepli

Búist er við að þingið sæki um 350 - 400 kvenleiðtogar í stjórnmálum frá um 100 löndum. Yfirskrift þingsins er “We Can Do It!” sem vísar til þess árangurs sem Ísland hefur náð í jafnréttismálum. Á ráðstefnunni verða fjölbreytt málefni rædd, eins og jafnréttismál, breytingarstjórnun og framtíðarhugleiðingar.

Allar frekari upplýsingar um dagskrá, hliðarviðburði og skipulag má finna á vefsíðu heimsþingsins.

EFLA er einn af bakhjörlum ráðstefnunnar og stoltur stuðningsaðili við þennan mikilvæga málaflokk. Við reynum markvisst að leggja okkar af mörkum til jafnréttismála og stuðla þannig að jafnri aðkomu kvenna og karla að ákvarðanatöku og forystu.

Tengd frétt | EFLA er bakhjarl