Alþjóðleg vottun í CMSE

30.11.2015

Fréttir
Fjallendi með snjóbreiðum á Íslandi, texti þar sem stendur 'Vantar mynd'

Á dögunum hlaut Elín Adda Steinarsdóttir vélaverkfræðingur hjá EFLU á Austurlandi alþjóðlega viðurkennda vottun í CMSE®- Certified Machinery Safety Expert eftir að hafa sótt námskeið sem haldið var á vegum Pilz og TUV nord í Finnlandi.

Alþjóðleg vottun í CMSE

Á námskeiðinu var tekið á tæknilegum atriðum tengdum öryggi véla, allt frá tilskipunum, samhæfðum stöðlum og að framkvæmd áhættugreiningar, hönnun og val á hlíðfarbúnaði og áreiðanleika öryggistengdra rafmagns- rafeinda og forritanlegra rafeindastýrikerfa.

Námskeiðið er miðað að hönnuðum og verk- og öryggissérfræðingum á sviði sjálfvirkni og iðnaðaröryggis og gerir þeim sem það sækja kleift að þróa með sér dýpri skilning á kröfum reglugerða og samhæfðra staðla og færa þá kunnáttu yfir í hönnun, framleiðslu, viðhald og notkun véla, stjórnun verkefna allt frá áhættugreiningu að öryggisuppfærslum.

Framleiðandi og innflytjendur bera ábyrgð á öryggi sinnar vöru og að hún sé hönnuð og smíðuð í samræmi við nýaðferða tilskipanir og reglugerðir um vélar og tæknilegan búnað. Ber þeim lagaleg skylda til að tryggja að vélar notaðar innan EES/ESB uppfylli ákvæði tilskipananna, að samræmisyfirlýsing hafi verið útbúin og vélin CE merkt.

EFLA hefur unnið að hinum ýmsu verkefnum á sviði CE merkinga, og býr að yfirgripsmikilli þekkingu á sviði rafmagns- og vélahönnunar, en vönduð og fagleg vinnubrögð við CE merkingu véla, áhættugreiningu og öryggi vélar frá upphafi hönnunar getur dregið verulega úr kostnaði framleiðenda.