Ánægjuleg samvera á Vestfjörðum

30.10.2024

Fréttir
Fólk á fyrirlestri.

EFLA bauð til viðskiptavinaboðs fyrir samstarfsaðila og viðskiptavini á Vestfjörðum í gær, þriðjudag. Boðið var haldið í Edinborgarhúsinu á Ísafirði og var vel sótt af heimafólki.

Styrkja tengslin

Viðskiptavinaboðið á Ísafirði gaf starfsfólki EFLU tækifæri til að ræða við samstarfsaðila og viðskiptavini utan vinnunnar. Boð sem þessi er mikilvægur vettvangur til að þróa og styrkja tengslin og samstarfið milli starfsfólks EFLU og áðurnefndra aðila. Þetta varð til þess að áhugaverðar samræður urðu til milli fólks sem var tilgangurinn með þessu boði.

Starfsfólk EFLU bauð einnig upp á nokkrar kynningar er varða starfsemi fyrirtækisins. Samúel Orri Stefánsson, svæðisstjóri EFLU á Vestfjörðum, sagði frá starfsemi fyrirtækisins á svæðinu. Hafsteinn Helgason, sérfræðingur í teymi viðskiptaþróunar og nýsköpunar, flutti erindi sem hann kallaði „Tækifæri fyrir Vestfirði: Nauðsynleg orkuskipti til lands og sjávar”. Helga J. Bjarnadóttir, sviðsstjóri samfélags hjá EFLU, fjallaði um það hvernig EFLA getur stuðlað að lausnum samfélagslegra áskorana.

Að lokum flutti Friðþór Sófus Sigurmundsson, svæðisstjóri EFLU á Suðurlandi, erindi sem kallaðist ”Eru gögnin í lagi?” Þar fjallaði hann um Gagnaland, gagnagrunn EFLU sem heldur utan um landupplýsingagögn fyrir sveitarfélög, stofnanir og einkaaðila.

Eftir þetta tók við gleðskapur þar sem viðstaddir áttu saman góða stund yfir léttum veitingum og góðum drykkjum. EFLA vill þakka þeim sem mættu fyrir komuna, samveruna og samræðurnar.