Annáll 2023 | Fjölmiðlar, fyrirbæri og fræðsla

23.12.2023

Fréttir
A man in high visibility jacket in the foreground with a dramatic background of what appears to be a fire or blaze in the night

Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá EFLU, í viðtali við Stöð 2.

Fjölmiðlar leita reglulega til starfsfólks EFLU til að fá sérfræðiálit þess á fjölbreyttum málefnum og í ár var engin undantekning. Þeir komu ekki að tómum kofanum þar því starfsfólk EFLU hefur gríðarlega mikla og fjölbreytta þekkingu sem það vill gjarnan deila með öðrum.

Annáll 2023 | Fjölmiðlar, fyrirbæri og fræðsla

Sigurður Loftur Thorlacius, umhverfisverkfræðingur hjá EFLU, var í viðtali í Samfélaginu á Rás 1 í janúar. Þar fræddi hann hlustendur þáttarins um lífmassa í heiminum og hvernig hlutdeildin skiptist á milli lífvera. Þar kom m.a. fram að villtum spendýrum fækkar viðstöðulaust, helst vegna útþenslu mannsins.

Alexandra Kjeld, umhverfisverkfræðingur hjá EFLU, var gestur á Morgunvaktinnni á Rás 1 í febrúar. Þar ræddi hún um vottaðar kolefniseiningar, hvernig kerfið virkar í kringum sölu vottaðra kolefniseininga og söguna þar á bakvið.

Erlendis, eftirlit og Energy focus

Í febrúar var EFLA til umfjöllunar í útgáfu Energy Focus. Þar ræddu þeir Sæmundur Sæmundsson, framkvæmdastjóri, og Steinþór Gíslason, sviðsstjóri orkusviðs, um alþjóðlegan uppgang félagsins og hvernig hann er tilkominn.

Birta Kristín Helgadóttir og Steinþór Gíslason voru í viðtali við Orkublað Orkuklasans í mars. Þar var fjallað um orkuverkefni EFLU hér á landi og erlendis þar sem EFLA sinnir fjölda verkefna fyrir rekstraraðila flutningskerfa fyrir raforku.

A portrait of a man

Landspítali, Langjökull og löng ísgöng

Í maí birtist grein í blaði ráðstefnunar World Tunnel Congress um gerð ísganganna í Langjökli. Þeir Reynir Sævarsson, fyrirliði viðskiptaþróunar og nýsköpunar hjá EFLU, og Hallgrímur Örn Arngrímsson, fyrrum starfsmaður EFLU og nú viðskiptastjóri á samgöngu- og umhverfissviði Verkís, skrifuðu greinina saman.

Uppbygging nýs Landspítala var til umfjöllunar í Kastljósi í maí. Þar var rætt við Rúnar Jón Friðgeirsson, byggingartæknifræðing hjá EFLU, sem hefur eftirlit með framkvæmd uppbyggingarinnar og Runólf Pálsson, framkvæmdarstjóra Landspítalans.

Three men in warm clothing posing with a blurred icy background

Þarfir, þögn og þess háttar

Daði Baldur Ottósson, samgönguverkfræðingur hjá EFLU, var í viðtali um almenningssamgöngur á Íslandi í Speglinum á Rás 2 í ágúst. Hann hefur verið ráðgjafi við hönnun nýs leiðarnets Strætó sem á að vera talsvert skilvirkara en það gamla, í takt við kröfur og þarfir notenda og opinbera stefnu ríkis og sveitarfélaga í umhverfis- og loftslagsmálum.

Í nóvember fjallaði Guðrún Jónsdóttir, hljóðverkfræðingur um fyrirbærið þögn, í innslagi í Uppástand á Rás 1. Þar var fjallað um ýmis fyrirbæri frá ólíkum hliðum.

Nóttina eftir að eldgos hófst á Reykjanesskaga í lok árs var Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá EFLU, í viðtali við Stöð 2 þar sem hann lagði mat sitt á stöðuna. Hann hafði vikurnar á undan unnið að gerð varnargarða í kringum Svartsengi að undanförnu.