Annáll 2023 | Hitaveita, hafnir og Hringrásarveggur

26.12.2023

Fréttir
An audience facing a panel of speakers and a presenter standing next to a screen displaying a PowerPoint

Við viljum alltaf taka þátt í samtali og tækifærin til að eiga í samtali um mikilvæg málefni eru víða. Starfsfólk EFLU tók þátt í fjölmörgum ráðstefnum, málþingum og fundum á árinu.

Annáll 2023 | Hitaveita, hafnir og Hringrásarveggur

Þar á meðal var Steinsteypudagurinn, Viðskiptaþing, Dagur stafrænna mannvirkja, Sjávarútvegsráðstefnan og World Geothermal Congress.

Kristinn Arnar Ormsson, sérfræðingur í orkumálaráðgjöf hjá EFLU, og Kolbrún Reinholdsdóttir, sem leiðir teymi orkumálaráðgjafar EFLU, tóku í febrúar þátt í opnum fundi Landsvirkjunar um aflstöðu raforkukerfisins og áhrif á þróun vindorku.

Ólafur Ágúst Ingason, sviðsstjóri bygginga hjá EFLU, stýrði í febrúar Vinnustofu Hringborðs Hringrásar um innleiðingu hringrásar í byggingariðnaði. Þar var einnig Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, orku- og umhverfisverkfræðingur hjá EFLU, sem er verkefnisstýra Hringrásar verkefnisins.

Fulltrúar EFLU tóku þátt á Fagþingi Samorku í hita-, vatns- og fráveitum sem haldið var á Selfossi í maí. Þau Snærós Axelsdóttir, Reynir Snorrason, Elín Inga Knútsdóttir og Eva Yngvadóttir fluttu öll erindi á þinginu.

A woman in green blazer and a man in plaid blazer, both smiling towards the camrea

Port, Pólland og pallborðsumræður

Reynir Sævarsson, fyrirliði nýsköpunar og þróunar hjá EFLU, tók þátt í pallborðsumræðum um fráveitu og hringrásarhagkerfið á viðburði Orkuveitu Reykjavíkur. Viðburðurinn var hluti af dagskrá Nýsköpunarviku.

Birta Kristín Helgadóttir, sviðsstjóri á orkusviði EFLU, var þátttakandi á tveimur ráðstefnum með stuttu millibili í júní. Sú fyrri, Germany-Iceland Clean Energy Summit, einblíndi á hreina orku í Þýskalandi og á Íslandi. Sú seinni var haldin í íslenska sendiráðinu í Varsjá í Póllandi og var Piotr Gburczyk, framkvæmdastjóri EFLU í Póllandi, einnig meðal þátttakenda. Umfjöllunarefnið var orkumál.

Dr. Majid Eskafi, sérfræðingur í hafnarverkfræði hjá EFLU, tók þátt í Nor-Shipping 2023 sem haldin var í Lillestrøm í Noregi snemma í júní. Majid sat fundi með fulltrúum fyrirtækja í greininni og miðlaði upplýsingum um lausnir EFLU á alþjóðlegum vettvangi.

Four individuals seated with a big screen behind them, holding microphones and engaged in discussion

Myndmæling, málþing og mannvirkjagerð

Sérfræðingar EFLU mættu á stöðufund um vistvæna þróun í mannvirkjagerð á vegum verkefnisins Byggjum grænni framtíð í ágúst. Alexandra Kjeld, ritari og varaformaður Grænni byggðar og umhverfisverkfræðingur á samfélagssviði EFLU, tók þátt í pallborðsumræðum um vistvænar byggingarvörur. Þá stýrði Dr. Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, orku- og umhverfisfræðingur á samfélagssviði EFLU, pallborðsumræðunum sem kölluðust Hreyfiafl til framtíðar.

Alexandra Kjeld hélt einnig erindi á rafrænu málþingi um stöðu vistvænnar innviðauppbyggingar á vegum norrænna systursamtaka Grænnar byggðar. Þar fjallaði hún um núverandi sjálfbærnistöðu innviða hérlendis.

Í október fór fram Málþingið „Menningararfur í sýndarheimum“ í Veröld, húsi Vigdísar. Þröstur Thor Bragason, miðlunarfræðingur hjá EFLU, hélt erindi um verkefnið ,,Stafrænar styttur“ sem var unnið í samstarfi við safn Einars Jónssonar. Verkefnið snérist um að setja fram þrívíð módel af höggmyndum Einars og birta á vefnum í formi stafrænna viðburða og fjarfræðslu. EFLA sá um myndmælingu og framsetningu þrívíðra módela.

Two men in black suits standing together, wearing name tags

Hafið, hagkerfi og Hringborð Norðurslóða

EFLA stóð fyrir vel heppnuðu málþingi, „Shipping Toward the Green Future“, á ráðstefnunni Arctic Circle sem fjallaði um orkuskipti í höfnum. Fyrirlesarar á viðburðinum voru Majid Eskafi og Jón Heiðar Ríkharðsson frá EFLU, auk Þorsteins Mássonar frá Bláma, Hilmars Péturs Valgarðssonar frá Eimskipafélagi Íslands og Robert Howe frá Bremenports í Þýskalandi. Ágústa Loftsdóttir, sérfræðingur hjá EFLU, var málstofustjóri. Fullt var út ýr dyrum á málþinginu og líflegar umræður sköpuðust í kjölfar erindanna.

Elín Þórólfsdóttir, arkitekt og umhverfis- og auðlindafræðingur á samfélagssviði EFLU, kynnti Hringrásarvegginn, sem er samstarfsverkefni EFLU, Basalt arkitekta og Jáverks, á stofnfundi Hringvangs í desember. Hringvangur er sjálfstæður vettvangur fyrir samskipti um hringrásarhagkerfi í byggingariðnaði.