Annáll 2023 | Kraftur, kór og klukk

22.12.2023

Fréttir
A large group of people holding bouquet of flower with a big screen in the background

Styrkþegar Samfélagssjóðs EFLU 2023 ásamt Ágústu Rún Valdimarsdóttur og Sæmundi Sæmundssyni

EFLA er samfélagslega ábyrgt fyrirtæki sem reynir stöðugt að láta gott af sér leiða. Samfélagssjóður er starfræktur innan EFLU og stjórn hans hefur það hlutverk að velja árlega þau verkefni sem skal styrkja. Þess utan tekur fyrirtækið þátt í verkefnum og herferðum hjá þeim sem sinna mikilvægum störfum innan samfélagsins.

Annáll 2023 | Kraftur, kór og klukk

Alls fengu sex verkefni styrk úr Samfélagssjóði EFLU árið 2023. Þau sem fengu styrk voru Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra, Kvennakórinn Vox Feminae, STEM Húsavík, Körfuknattleiksdeild Skallagríms, Fjölskylduhjálp Íslands og Íunn Eir Gunnarsdóttir.

Í tilefni af 50 ára afmæli EFLU var ákveðið að veita aukalega styrk úr Samfélagssjóði á árinu og var það Kvennaathvarfið sem hlaut þann styrk. Kvennaathvarfið hyggst nýta styrkinn til að byggja upp aðstöðu fyrir börn í nýbyggingu Kvennaathvarfsins, en ráðgert er að framkvæmdir á nýbyggingunni hefjist nú um áramótin.

Three individuals standing together with smile on their faces

Noregur, Neyðarkall og nýtt húsnæði

EFLA styrkti Ljósið, endurhæfingu fyrir krabbameinsgreinda, með því að vinna þarfa- og kostnaðargreiningu fyrir nýtt húsnæði Ljóssins. Félagið stóð fyrir söfnunarherferð fyrir nýju húsnæði, herferðinkallaðist Klukk, þú ert´ann og var áberandi á samfélagsmiðlum í vor.

EFLA í Noregi styrkti Íslendingafélagið í Osló í tilefni 100 ára afmælis félagsins. Íslendingafélagið stóð fyrir menningarsdagskrá í Osló vegna afmælisins þar sem eitthvað var í boði fyrir alla fjölskylduna.

Líkt og undanfarin ár stóð EFLA við bakið á björgunarsveitunum með kaupum á stórum Neyðarkalli. Í ár styrktum við Hjálparsveit skáta í Kópavogi og Flugbjörgunarsveitina í Reykjavík.