Annáll 2023 | Kynningar, konur og kennarar

28.12.2023

Fréttir
People seated around round tables in a spacious room, appears to be meeting or event

Sem fyrr var töluvert mikið um heimsóknir á þessu ári. Bæði þar sem starfsfólk EFLU kíkti í heimsókn til annarra og þar sem aðrir litu við hjá starfsfólki EFLU víða um heim.

Annáll 2023 | Kynningar, konur og kennarar

Í mars mættu Konur í orkumálum í heimsókn til EFLU á Lyngháls í Reykjavík þar sem haldnar voru áhugaverðar kynningar og sköpuðust skemmtilegar umræður. Þá var kennurum og stjórnendum frá Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands boðið á morgunfund í EFLU í september. Til umræðu var samstarf milli Háskólans og EFLU og hvernig megi styrkja tengslin í náinni framtíð.

Few individuals watching a big screen which appears to be a video conference call with multiple participant

Framtíð, fyrirtæki og Framadagar

Hagaðilum var boðið á málþing um orkuskipti í höfnum í nóvember. Málþingið bar titilinn Siglum í átt að grænni framtíð og fór fram í höfuðstöðvum EFLU í Reykjavík auk þess að vera streymt á starfsstöðvum okkar á Akureyri, Ísafirði og Reyðarfirði.

EFLA var á Framadögum sem voru haldnir í Háskólanum í Reykjavík í febrúar. Þar tókum við á móti ungu fólki sem vildi kynna sér fyrirtækið og starfsmöguleika. Talandi um nemendur og þá helst nemendur í verkfræði á Norðurlöndunum. EFLA hélt Vísindaferðir í nóvember bæði hérlendis og í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Vísindaferðirnar gengu einkar vel og voru mjög vel sóttar