Annáll 2023 | Verkefni, vefmyndavél og vegabréf

20.12.2023

Fréttir
Three men standing together, smiling with a wooden slat wall in the background

Orkuteymið landaði þar að auki sínu stærsta verkefni í Svíþjóð til þessa en umsvif fyrirtækisins þar í landi hafa aukist gríðarlega síðustu ár.

Á hverju ári sinnir starfsfólk EFLU þúsundum verkefna, bæði litlum og stórum. Langflest eru þess eðlis að ekki gefst færi á að fjalla sérstaklega um þau opinberlega, en öll eiga það þó sameiginlegt að vera mikilvæg á sinn hátt.

Annáll 2023 | Verkefni, vefmyndavél og vegabréf

Teymi hugbúnaðarlausna á iðnaðarsviði EFLU tók þátt í að þróa lausn sem gerir landsmönnum kleift að nálgast upplýsingar rafrænt um vegabréfið sitt og barna í sinni forsjá. Hlutverk EFLU er að halda utan um Skilríkjaskrá og miðla upplýsingum til vefs island.is og taka við skráningum þaðan.

EFLA, Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands og Blásteinn settu vefmyndavél upp á þak Kaupfélagshússins á Selfossi sem vísar að Ölfusá, þar sem EFLA Suðurland er til húsa. Með myndavélinni var hægt að fylgjast með ánni í þeim miklu leysingum sem fylgdu hitabreytingum á landinu.

EFLA vann að greiningu fyrir Landsnet á umfangi skerðingar á raforku veturinn 2021-2022 og þeim þjóðhagslega kostnaði sem skerðingarnar höfðu í för með sér. Með greiningunni stóð til að varpa ljósi á hversu mikið hefði verið hægt að koma í veg fyrir skerðingar á raforku með aukinni flutningsgetu á byggðalínuhringnum.

A modern building with unique angled facade, set in rugged landscape with moss covered rocks

Hönnun, háspennulínur og hagur þjóðar

Hönnun, háspennulínur og hagur þjóðar

EFLA var einn af þeim aðilum sem komu að hönnun á þjóðgarðsmiðstöð Snæfellsjökulsþjóðgarðs á Hellissandi sem var vígð í mars. Teymi EFLU annaðist m brunahönnun, hljóðhönnun, hönnun burðarvirkja og grundunar, hönnun lagna- og loftræstikerfa og um matsvinnu vegna BREEAM umhverfisvottunar.

Fyrsta skóflustungan var tekin að nýrri viðbyggingu við Grensásdeild Landspítala. EFLA mun sjá um alla verkfræðihönnun ásamt verkefnastjórn, hönnunarstjórn, sjálfbærnimálum og BIM samræmingu. Stefnt er að því að stækkun Grensásdeildar verði tekin í notkun 2027.

Snemma á þessu ári fékk EFLA stóran ráðgjafasamning fyrir Svenska kraftnät í Svíþjóð sem fellst í því að hanna nýjar mastratýpur fyrir raforkuflutningskerfið þar í landi. EFLA var eina fyrirtækið sem uppfyllti þær miklu gæðakröfur sem Svenska kraftnät setti fram.

Orkuteymið landaði þar að auki sínu stærsta verkefni í Svíþjóð til þessa en umsvif fyrirtækisins þar í landi hafa aukist gríðarlega síðustu ár. Verkefnið varðar orkuflutning, þ.e.a.s. hönnun nýrrar 400 kV háspennulínu sem er um 90 km löng og tengir saman borgirnar Hallsbergs og Timmersdala sem liggja mitt á milli Gautaborgar og Stokkhólms.

An aerial view of volcano eruption  with lava glowing orange and white smoke rising from the eruption

Grindavík, gosský og garður til varnar

Í júlí fór hópur vísindamanna, ásamt sérfræðingum frá EFLU að gosstöðvunum við Litla Hrút. Hópurinn safnaði gögnum um samsetningu gosskýsins og reyksins sem kom frá brennandi mosa í kringum gosstöðina. Sérfræðingar EFLU sáu um myndmælinguna milli gosstöðvarinnar og Keilis, ásamt samskiptum við flugturn.

Sérfræðingar EFLU á sviði myndmælinga voru að störfum í Grindavík í nóvember til að fá sem nákvæmasta mynd af ástandi fasteigna og mannvirkja bæjarins í kjölfar þeirra alvarlegu jarðhræringa á svæðinu. Þá komu sérfræðingar EFLU að vinnu við varnargarða í kringum Svartsengi og fylgdust með þróun mála á því svæði eftir að gosið hófst á Reykjanesskaga um miðjan desember.