Annáll 2023 | Viðurkenningar og vistferilsgreining

29.12.2023

Fréttir
Þrir karlmenn og tvær konur standa með blómvendi og innrammaða viðurkenningu

Óli Grétar Metúsalemsson, byggingarverkfræðingur EFLU á Austurlandi, tók við Steinsteypu-verðlaununum 2023 fyrir hönd EFLU.

Eftir vel unnin verk er vel þegið að fá klapp á bakið sem hvetur okkar fólk til áframhaldandi góðra verka. Starfsfólk EFLU tók á móti nokkrum viðurkenningum fyrir verk sín á þessu ári auk þess sem verkefni þar sem EFLA var á meðal þátttakanda voru verðlaunuð.

Steinsteypuverðlaunin 2023

Á Steinsteypudeginum í febrúar fengu VÖK baths Steinsteypuverðlaunin 2023. Óli Grétar Metúsalemsson, byggingarverkfræðingur EFLU á Austurlandi, tók við verðlaununum fyrir hönd EFLU en hann stjórnaði hönnun steyptra eininga í verkinu.

A group of people attentively reading documents or certificate at a ceremony

Byggð, BREEAM og betri framtíð

Hönnun á nýju húsnæði Landsbankans hlaut frábæra einkunn (e.excellent) samkvæmt alþjóðlega BREEAM-umhverfisstaðlinum. EFLA sá um alla verkfræðihönnun og sjálfbærniráðgjöf ásamt því að útvega sérfræðing í BREEAM matsmannshutverk húsnæðisins.

Hjúkrunarheimilið Móberg á Selfossi fékk Grænu skófluna á degi Grænnar Byggðar í september. EFLA sá um umhverfisráðgjöf og vistferilsgreiningu (LCA) fyrir bygginguna ásamt BREEAM vottun.

Hornsteinar arkitektar báru sigur úr býtum í flokknum Staður ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands fyrir hönnun á Eddu, húsi íslenskunnar. EFLA sinnti hlutverki byggingarstjóra í verkefninu auk þess að sjá um hljóðvistarhönnun, bruna- og öryggishönnun og umhverfisráðgjöf í tengslum við BREEAM vistvottun.

The image captures large group of individuals gathered indoor, holding bouquets and certificates

Þekking, þróun og þurrkað timbur

Fjögur verkefni frá starfsfólki EFLU fengu styrki úr Aski – mannvirkjasjóði. Styrkirnir eru veittir til mannvirkjarannsókna með áherslu á aukna þekkingu, umbætur og nýsköpun til að mæta samfélagslegum áskorunum á sviði mannvirkjagerðar.

EFLA hlaut í maí styrk frá Loftslagssjóði fyrir verkefnið Þurrkun á timbri með jarðvarma. Markmið verkefnisins var að skoða hvernig nýta megi jarðvarma til þurrkunar á timbri og kanna loftslagsávinninginn samanborið við innflutning á erlendu timbri.

EFLA hlaut í september styrki fyrir sex nýsköpunar- og rannsóknarverkefnum frá Nýsköpunarsjóði námsmanna á liðnu sumri. Átta sumarstarfsmenn unnu að verkefnunum ásamt sérfræðingum EFLU.

Síðast en alls ekki síst hlaut EFLA viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefnis Félags kvenna í atvinnulífinu. EFLA var eitt af þeim fyrirtækjum sem undirrituðu viljayfirlýsingu Jafnvægisvogarinnar þess efnis að hafa jafnað kynjahlutfall í framkvæmdarstjórn félagsins.