Árlegt golfmót EFLU fór fram á Grafarholtsvelli

18.08.2016

Fréttir
Fjallendi með snjóbreiðum á Íslandi, texti þar sem stendur 'Vantar mynd'

Árlegt golfmót EFLU var haldið föstudaginn 12 ágúst á Grafarholtsvelli. Afar góð þátttaka var á mótið en 93 kylfingar voru skráðir til leiks. Veðrið lék við þátttakendur og voru aðstæður allar hinar bestu.

Árlegt golfmót EFLU fór fram á Grafarholtsvelli

Golfmótið var punktamót með fullri forgjöf og veitt voru verðlaun fyrir efstu þrjú sætin, besta skor, nándarverðlaun á fjórum par 3 holum vallarins ásamt því að dregið var úr skorkortum.

Úrslit á mótinu voru eftirfarandi:

Efstu þrjú sætin

1. Karl Þráinsson

2. Emil Hilmarsson

3. Guðmundur Karl Gautason

Besta skor:

Sigurður Skúli Eyjólfsson og Víðir Bragason

Nándarverðlaun:

Heiðar Guðnason

Kristján Tryggvi Högnason

Svanur Bjarnason

Emil Hilmarsson

Við þökkum öllum þátttakendum fyrir skemmtilegan dag og ánægjulegar samverustundir.

Myndir af golfmóti EFLU 2016