Árlegt golfmót EFLU

14.08.2017

Fréttir
Fjallendi með snjóbreiðum á Íslandi, texti þar sem stendur 'Vantar mynd'

Hið árlega golfmót EFLU fór fram á Korpunni föstudaginn 11. ágúst við frábærar aðstæður í blíðskaparviðri.

Árlegt golfmót EFLU

Þátttakan var með besta móti en 92 kylfingar tóku þátt í mótinu og var leikinn „betri bolti“ í tveggja manna liði.

Úrslit á mótinu voru eftirfarandi:

Vinningshafar

1. sæti: Karl Þráinsson og Rúnar Gunnarsson með 47 punkta.

2. sæti: Einar Erlingsson og Halldór Grétar Gestsson með 46 punkta.

3. sæti: Björn Jónsson og Jóhanna Harpa Árnadóttir með 46 punkta.

Nándarverðlaun

13. braut: Birgir Guðbjörnsson, 1,57 m frá holu.

17. braut: Svanur Bjarnason, 34 cm frá holu.

22. braut: Andri Marteinsson, 1,78 m frá holu.

25. braut: Kjartan Egilsson, 5,4 m frá holu.

Að auki var dregið úr skorkortum og fengu þeir heppnu vinning að launum.

Við þökkum öllum þátttakendum fyrir skemmtilegan dag og góðar samverustundir.