Ástand jarðganga á vefnum

28.07.2011

Fréttir
Fjallendi með snjóbreiðum á Íslandi, texti þar sem stendur 'Vantar mynd'

Sérfræðingar EFLU og Vegagerðarinnar hafa útbúið hugbúnaðarlausn sem að miðlar upplýsingum um ástand jarðganga á almenna vef Vegagerðarinnar.

Ástand jarðganga á vefnum

Gögnin eru sótt í miðlægt Vaktkerfi jarðganga sem tengt er stjórnkerfum í Bolungarvíkurgöngum og Héðinsfjarðargöngum. Á vefnum geta nú vegfarendur og almenningur skoðað ýmsar mælingar s.s. mengun, hita, raka, vindátt, vindhraða, umferð auk upplýsinga um stöður lokunarsláa og blásara í göngunum.

Upplýsingarnar eru uppfærðar með stuttu millibili.

Sjá nánar á vef Vegagerðarinnar