Auglýst eftir umsóknum í Samfélagssjóð EFLU

06.04.2019

Fréttir
A scenic view of of a town with residential building, trees and mountain range in the background. The image also displays text reading "Samfelagssjodur EFLU"

Samfélagssjóður EFLU veitir styrki til uppbyggjandi og jákvæðra verkefna í samfélaginu. Auglýst er eftir umsóknum í sjóðinn og er umsóknarfrestur til 15. apríl næstkomandi.

Samfélagssjóð EFLU

Tvisvar á ári fara fram úthlutanir úr Samfélagssjóðnum og hafa mörg verkefni hlotið fjárstyrk. Markmið samfélagssjóðs EFLU er að styðja við framtak einstaklinga og hópa, sem stuðla að farsælli þróun samfélagsins, lífsgæðum og fjölbreyttu mannlífi.

Til að senda umsókn um styrk þarf að fylla út umsóknarform á vefnum fyrir 15. apríl. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um úthlutun liggur fyrir.

Nánar um Samfélagssjóðinn.