Á undanförnum árum hefur teymi þéttbýlistæknis á Austurlandi vaxið mikið og eru þar fjórir starfsmenn sem sinna eingöngu hönnunar- og skipulagsverkefnum. Unnið er náið með sveitarfélögum á Austurlandi og er nú svo komið að meirihluti verkefna teymisins er staðsettur á Austurlandi.
Staðbundin þekking og tengsl veita sérstöðu
Staðsetning EFLU á Austurlandi gefur skipulagsteyminu forskot. Staðbundin þekking og góð tengsl við samfélagið auðvelda teyminu að mæta þörfum sveitarfélaga á markvissan og sérsniðinn hátt.
Á Austurlandi hefur teymið unnið að fjölbreyttum og mikilvægum verkefnum á svæðinu, svo sem deiliskipulagðri íbúðarbyggð og varnarmannvirkjum á Seyðisfirði sem auka öryggi gagnvart náttúruvá, áfangastaðahönnun fyrir ferðaþjónustu og vinnur nú að nýju aðalskipulagi fyrir Múlaþing. Landslagshönnun hefur einnig verið í forgrunni, með áherslu á stíga, minni torg og opin svæði sem styrkja mannlíf og tengingar.
Skipulagsfólkið á Austurlandi vinnur einnig náið með öðrum skipulagsteymum innan EFLU og kemur að fjölbreyttum verkefnum um allt land. Þannig stuðlar EFLA að víðtækri samfélagsuppbyggingu með lausnum sem sameina fagmennsku og sveigjanleika.
Í samstarfi við sveitarfélög á Austurlandi hefur EFLA lagt áherslu á að vinna að sjálfbærri og sterkari byggð í landshlutanum, með framtíðarsýn í hverju verkefni.