BIM og ráðgjafar

22.03.2019

Fréttir
Two men at a exhibition, with one man demonstrating a VR set

BIM í sýndarveruleika

EFLA var með erindi á örráðstefnu BIM Ísland 14. mars síðastliðinn sem bar yfirskriftina BIM og ráðgjafar. Erindi EFLU var unnið í samstarfi við Arkþing og fjallaði um nýlegt verkefni sem unnið er samkvæmt BIM aðferðarfræði.

Arkþing sýndu hvernig sýndarveruleiki nýtist við hönnunarrýni og hvernig líkanagerð fer fram í BIM 360 Design. EFLA fór yfir BIM samhæfingu í verkinu og árekstrargreiningar í BIM 360 Glue og Solibri Model Checker. EFLA fjallaði einnig um það hvernig BIM nýtist almennt innan fagsviða EFLU tengdum byggingum, hvernig BIM er notað við framleiðslu, greiningu og úrvinnslu hönnunargagna.

BIM líkön í öllum verkefnum

Fyrir hönnunarverkefni nýrra bygginga hjá EFLU eru gerð BIM líkön í öllum verkefnum fyrir burðarvirki, lagnir, loftræsingu, lýsingu og raflagnir. Þau líkön er hægt að nota til magntöku og verkfræðilegra greininga eftir atvikum. Hálfsjálfvirkni er orðin umtalsverð í líkanagerð, t.d. með viðbótum við Revit með tengingu við íhlutasöfn og notkun gervigreindar til að greina niðurstöður þrívíddarskönnunar fyrir gerð BIM líkans. Hljóðsvið, Bruna- og öryggissvið og Umhverfissvið nýta sér arkitektalíkön til verkfræðilegra greininga, t.d. greiningu á hljóðvist, rýmingartíma, reykdreifingu, vistferli bygginga (LCA) o.fl. Kynningarsvið getur síðan sett líkön í sýndarveruleika með tölvuleikjavél sem mætti nýta til æfinga eða starfsmannaþjálfunar.

Hér má sjá glærur frá erindinu. Einnig má sjá upptöku af seinni hluta erindisins á Facebook síðu BIM Ísland.