Bolungarvíkurlína 2 Verkefnisstjórn

07.12.2010

Fréttir
Fjallendi með snjóbreiðum á Íslandi, texti þar sem stendur 'Vantar mynd'

EFLA hefur séð um verkefnisstjórn fyrir Landsnet við lagningu Bolungarvíkurlínu 2.

Bolungarvíkurlína 2 Verkefnisstjórn

Hún er 66 kV jarðstrengur sem liggur 12 km leið milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur.

Framkvæmdum er nú lokið og strengurinn hefur verið tekinn í rekstur. Lagning strengsins fór fram frá janúar til október 2010.

Strengurinn var lagður í hin nýju Bolungarvíkurgöng sem liggja milli Hnífsdals og Bolungarvíkur og samhliða strenglögninni var lagður göngustígur milli Ísafjarðar og Hnífsdals.