Brú yfir Úlfarsá á Fellsvegi

24.11.2015

Fréttir
Fjallendi með snjóbreiðum á Íslandi, texti þar sem stendur 'Vantar mynd'

Um þessar mundir er Fellsvegur að taka á sig mynd í eystri hluta Úlfarsársdals.

Brú yfir Úlfarsá á Fellsvegi

Fellsvegur mun tengja saman Úlfarsárdal og Grafarholt og mun hlífa íbúum Úlfarsárdals við umferð vinnuvéla í tengslum við frekari uppbyggingu á svæðinu. Framkvæmdir eru þegar hafnar við nýjan skóla, Dalskóla, þar sem EFLA var hluti af vinningsteymi í hönnunarsamkeppni. Einnig stendur til að byggja menningarmiðstöð, almenningsbókasafn og sundlaug í Úlfarsárdal. Frekari upplýsingar um nýja hverfið og uppbygginguna má nálgast á vef Reykjavíkurborgar.

EFLA, í samvinnu við Studio Granda arkitekta, hannaði brú yfir Úlfarsá á Fellsvegi fyrir Reykjavíkurborg. Brúin er eftirspennt steinsteypubrú í þremur burðarhöfum, alls 46 metra löng. Uppspenna gerir hönnuðum kleift að minnka þversnið og búa til léttari yfirbyggingu. Brúin er hönnuð án þensluraufa sem einfaldar byggingu og viðhald og er í takti við þróun brúarhönnunar í Evrópu.

Brúin var hönnuð á fyrri hluta ársins en framkvæmdir hófust í júlí á þessu ári. Brúargólfið var steypt í lok september og kaplar spenntir upp í byrjun október. Framkvæmdum er nú að mestu lokið en vætusamt haust hefur tafið verktaka við vegagerð.