Alþjóðlega ráðstefnan Arctic Circle hófst í dag, 19. október í Hörpu og stendur til laugardags. Fulltrúar EFLU hafa skipulagt málstofuna „Shipping Toward the Green Future“ sem fjallar um orkuskipti í höfnum.
EFLA á Arctic Circle
Arctic Circle Assembly, eða Hringborð Norðurslóða eins og hún er betur þekkt á íslensku fer fram dagana 19. – 21. október í Hörpu. Hringborð Norðurslóða er alþjóðlegur vettvangur þar sem að yfir 2.000 þáttakendur frá um 70 löndum sameinast til að fjalla um mikilvægi þess að berjast gegn loftlagsbreytingum, samstarf í þeim málum og framtíð norðurslóða.
Siglum í átt að grænni framtíð
EFLA hefur verið virkur þátttakandi á Hringborði Norðurslóða frá árinu 2013. Í ár standa fulltúar EFLU, ásamt utanaðkomandi sérfræðingum, fyrir málstofu sem fjallar um orkuskipti á Íslandi í tengslum við hafnir með áherslu á hlutverk sjávarútvegsins þegar kemur að grænum orkulausnum. Málstofan fer fram föstudaginn 20. október klukkan 16:10 – 17:05 í Rímu A, á jarðhæð Hörpu.
Dagskrá málstofu og fyrirlesarar
- Jón Heiðar Ríkharðsson – Vélarverkfræðingur, C.S., MBA, EFLA
The Icelandic Energy Transition Projects, Experiences and Lessons Learned
- Majid Eskafi – Hafnarverkfræðingur Ph.D., EFLA
Sustainable Port Planning – Ports: The Future Hubs
- Þorsteinn Másson – framkvæmdarstjóri, Blámi Consultant
How to keep on Utilizing Green Domestic Energy
- Hilmar Pétur Valgarðsson – framkvæmdarstjóri rekstrarsviðs, Eimskipafélag Íslands hf.
The Voyage to Net Zero
- Robert Howe – framkvæmdarstjóri Bremen Ports
Green Focus on Ports – An International Showcase of the Ports of Bremen
Ágústa Steinunn Loftsdóttir, eðlisfræðingur M. Sc. hjá EFLU sér um fundarstjórn og stýrir pallborðsumræðum.