EFLA á Degi stafrænnar mannvirkjagerðar

10.05.2023

Fréttir
Some Icelandic texts set against background of geometric shapes

Fulltrúar EFLU eru þátttakendur á ráðstefnunni og sýningunni Dagur stafrænnar mannvirkjagerðar sem fram fer í Silfurbergi, Hörpu fimmudaginn 11. maí.

EFLA á Degi stafrænnar mannvirkjagerðar

EFLA verður með sýningarbás á sýningarsvæði ráðstefnunar og eru öll boðin velkomin að líta við og kynna sér þjónustu EFLU í stafrænni mannvirkjagerð.

Mikil framþróun hefurorðið í stafrænni mannvirkjagerð að undanförnu. Á ráðstefnunni, sem félagasamtökin BIM á Íslandi standa fyrir, munu erlendir fyrirlesarar fjalla um hvernig hægt er að auka virðissköpun og hagræða í hönnun, framkvæmdum og rekstri mannvirkja með áherslu á sjálfbærni, stjórnsýslu og tækninýjungar framtíðarinnar. Talið er að rúmlega 200 gestir munu sækja ráðstefnuna.

Meðal fyrirlesara verða OLe Berard hjá ConTechLab, Molio í Danmörku, Hrefna Rún Vignisdóttir hjá Sintef Noregi, og Magdalena Muniak hjá Cowi, Danmörku.

A portrait of a man in black clothing

Stafrænn tvíburi Safns Einars Jónssonar

Eitt af verkefnum EFLU er varða stafræna mannvirkjagerð er gagnaöflun og úrvinnslatengd stafrænum tvíburum (e. Digital Twins). Þessa lausn má nýta í hverskyns BIM tilgangi. „Með stafrænum tvíburum fást hárnákvæm hnitsett módel sem gefa raunmynd af stöðu hlutar/verkefnis á þeirri stund sem gagnanna er aflað. Þessi gögn geta t.d. nýst til samanburðar á stöðu verkefnis/svæðis,” segir Þröstur Thor Bragason, miðlunarfræðingur hjá EFLU.

EFLA vann verkefni í samstarfi við Listasafn Einars Jónssonar sem snerist um að færa safnið í heild sinni í stafrænt form sem væri þá aðgengilegt hverjum þeim sem hefur aðgang að tölvu eða snjalltæki. „Útkoman er einstaklega vel heppnuð og gæti t.d. nýst vel við greiningu á viðhaldsþörf,” segir Þröstur Thor.

Sérfræðingar EFLU hafa mjög víðtæka þekkingu í gerð og meðhöndlun stafrænna tvíbura. „Viðfangsefni okkar eru allt frá risastórum samgöngumannvirkjum niður í stafræna tvíbura af styttum og öðrum listaverkum,“ segir Þröstur Thor að lokum.

Nánari upplýsingar má finna hér.