EFLA á Framadögum 2023

03.02.2023

Fréttir
A promotional graphic with Icelandic text featuring three people in an office setting

EFLA verður á Framadögum sem verða haldnir í Háskólanum í Reykjavík fimmtudaginn 9. febrúar. Um er að ræða árlegan viðburð fyrir ungt fólk til að kynna sér fyrirtæki og starfsmöguleika, hvort sem er til framtíðar eða vegna sumarstarfa.

EFLA á Framadögum

Kynningarbás EFLU verður á annarri hæð, nr B-1 og B-2, og hvetjum við alla áhugasama til að kíkja við. Starfsfólk EFLU verður á staðnum til að svara spurningum um starfsemi fyrirtækisins og starfsmöguleika.

Verið velkomin á kynningarbás EFLU á Framadögum í Háskólanum í Reykjavík, fimmtudaginn 9. febrúar milli kl. 10 og 14.