EFLA á Samorkuþingi á Akureyri

29.04.2017

Fréttir
Fjallendi með snjóbreiðum á Íslandi, texti þar sem stendur 'Vantar mynd'

Samorkuþing, ráðstefna um málefni orku- og veitufyrirtækja, fer fram dagana 4.-5. maí í Hofi á Akureyri.

EFLA á Samorkuþingi á Akureyri

Þar koma saman aðilar sem starfa í orku- og veitugeiranum og ræða það sem er efst á baugi hverju sinni. EFLA tekur þátt í ráðstefnunni með fjölbreyttum hætti og flytja starfsmenn fyrirtækisins erindi á ráðstefnunni ásamt því sem kynningarbás EFLU verður á svæðinu.

Þau erindi sem starfsmenn EFLU ætla að flytja eru:

  • Jón Vilhjálmsson, sviðsstjóri: Sýn orkuspárnefndar á orkuskipti næstu áratugina
  • Reynir Sævarsson, fagstjóri fráveitna og vatnsveitna: Fráveitumál við Mývatn: Staða mála og mögulegar lausnir
  • Anna Heiður Eydísardóttir, umhverfisverkfræðingur: Frumhönnun veitna á deiliskipulagsstigi
  • Páll Bjarnason, svæðisstjóri og Cathy Legrand, byggingarverkfræðingur Ný sýn á skoðun og eftirlit með veitukerfum: Notkun á flugdrónum
  • Símon Elvar Vilhjálmsson, rafmagnsverkfræðingur:

Sjálfvirkt hitaeftirlit í orkuiðnaði

Við hvetjum alla þátttakendur ráðstefnunnar til að líta við hjá okkur og spjalla við sérfræðinga okkar um málefni orku og veitna.

Nánari upplýsingar um dagskrá Samorkuþings má finna á: http://samorkuthing.is