EFLA er framúrskarandi

17.02.2014

Fréttir
Fjallendi með snjóbreiðum á Íslandi, texti þar sem stendur 'Vantar mynd'

EFLA verkfræðistofa er í 46. sæti á lista Creditinfo 2013 í mati á fjárhagslegum styrk og stöðugleika fyrirtækja. EFLA er jafnframt eitt af 115 fyrirtækjum sem náð hafa þeim árangri að vera á listanum síðustu fjögur árin eða allt frá upphafi.

EFLA er framúrskarandi

Af rúmlega 33.000 fyrirtækjum sem skráð eru í hlutafélagaskrá uppfylla 462 fyrirtæki eða einungis um 1,4% allra fyrirtækja ströng skilyrði Creditinfo um fjárhagslegan styrk og stöðugleika. Við mat á fyrirtækjunum er horft til þriggja ára tímabils, nú árin 2010, 2011 og 2012, og þurfa skilyrðin að vera uppfyllt öll árin.

Það er mikils virði fyrir EFLU í starfsemi fyrirtækisins að teljast til þess hóps fyrirtækja á Íslandi sem traustastur er metinn, og viðurkenning til starfsmanna fyrirtækisins um afbragðs árangur. Viðskiptavinum á Íslandi og erlendis eru færðar þakkir fyrir það traust sem EFLU er sýnt, og mun fyrirtækið áfram kappkosta að ná árangri með viðskiptavinum á grundvelli gilda fyrirtækisins um hugrekki, samvinnu og traust.