EFLA er framúrskarandi frá upphafi

20.10.2021

Fréttir
Black office building with the logo of EFLA on its facade some texts in a red box

EFLA er framúrskarandi fyrirtæki í 12 sinn í röð.

EFLA er í hópi framúrskarandi fyrirtækja árið 2021 samkvæmt mati Creditinfo. EFLA hefur hlotið þessa viðurkenningu 12 ár í röð og er jafnframt eitt af 61 fyrirtækjum sem hefur verið á listanum frá upphafi.

EFLA er framúrskarandi frá upphafi

Á hverju ári framkvæmir Creditinfo greiningu um fjárhagslegan styrk og stöðugleika íslenskra fyrirtækja. Þau fyrirtæki sem komast á lista framúrskarandi fyrirtækja byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og stöðugleika í sínum rekstri. Framúrskarandi fyrirtæki eru jafnframt líkleg til að efla hag hluthafa og fjárfesta og því er eftirsóknarvert að komast á lista framúrskarandi fyrirtækja og njóta þannig aukins trausts.

Headshot of a man

Sterk liðsheild gegnir lykilhlutverki

EFLA er afar stolt af þessum árangri og skiptir sterk liðsheild starfsmanna og traustir viðskiptavinir þar lykilhlutverki. “Að ná góðum árangri í rekstri fyrirtækis er ekki sjálfgefið. Að ná góðum árangri í rekstri fyrirtækis 12 ár í röð er afrek. Til þess þarf margt að koma til, þar á meðal framsýni, samheldni, úthald, ábyrgð og þor. EFLA hefur átt því láni að fagna að eigendur fyrirtækisins og starfsmenn hafa náð að tileinka sér alla þessa þætti. Með skýrri stefnu og ábyrgum rekstri, samfara áherslu á stöðuga þróun, hefur EFLA ekki bara verið þátttakandi í hröðum heimi breytinga, heldur verið leiðandi á sínu sviði og öflugur samfélagsþegn. Sterk liðsheild starfsmanna, faglegur metnaður og traustir viðskiptavinir leika þar lykilhlutverk. Það er ekki hægt annað en hlakka til næstu 12 ára hjá slíku fyrirtæki.” segir Sæmundur Sæmundsson, framkvæmdastjóri EFLU.

Skilyrði sem að fyrirtæki þarf að uppfylla til að geta talist framúrskarandi að mati Creditinfo

  • Fyrirtækið er í lánshæfisflokki 1-3
  • Ársreikningi er skilað lögum samkvæmt eigi síðar en átta mánuðum eftir uppgjörsdag
  • Fyrirtækið er virkt skv. skilgreiningu Creditinfo
  • Framkvæmdastjóri skráður í fyrirtækjaskrá RSK
  • Rekstrartekjur að lágmarki 50 milljónir króna síðustu þrjú rekstrarár
  • Rekstrarhagnaður (EBIT > 0) síðustu þrjú rekstrarár
  • Jákvæð ársniðurstaða síðustu þrjú rekstrarár
  • Eiginfjárhlutfall hærra en 20% síðustu þrjú rekstrarár
  • Eignir a.m.k. 100 milljónir króna síðustu þrjú rekstarár

Nánar má lesa um framúrskarandi fyrirtæki á vef Creditinfo.