EFLA hefur lokið við gerð þrívíddarmódels frá Grindavík

25.12.2023

Fréttir
An aerial view of an urban area with various buildings including warehouses and industrial structures

Myndmælingateymi EFLU hefur fullklárað þrívíddarmódel af Grindavík sem það vann fyrir Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Módelin er hægt er að sjá hér að neðan með því að smella á View in 3D.

EFLA hefur lokið við gerð þrívíddarmódels frá Grindavík

Módelin veita haldbærar upplýsingar um ástand fasteigna og mannvirkja í Grindavík. Módelin eru m.a. notuð við mat á skemmdum í kjölfar þeirra jarðhræringa sem hófust á svæðinu þann 10. nóvember síðastliðinn. Verkefnið var unnið með það að markmiði að greina hreyfingar á mannvikjum í Grindavík og að eiga kost á því að gera aðra mælingu síðar til samanburðar.

Yfir 60 drónaflug hafa verið flogin yfir Grindavík til að ná sem nákvæmastri mynd af ástandi bæjarins. Þannig var hægt að mynda allan bæinn úr 200 metra hæð yfir sjávarmáli og einnig voru ákveðin sprungusvæði myndum neðar til þess að fá skýrari mynd af þeim. Gerðar voru ítrekaðar tilraunir til þess að hitamynda bæinn til að finna skemmdir á hitaveitulögnum en aðstæður til slíkrar myndatöku þurfa að vera háðar margskonar skilyrðum á vettvangi sem ekki voru fyrir hendi þegar til átti að taka.

Vinna við verkefnið hófst um miðjan nóvember og hefur úrvinnsla og samsetning þeirra upplýsinga sem nú liggja fyrir verið nokkuð tímafrek og umfangsmikil, en ákveðið var að gera þessar upplýsingar aðgengilegar fyrir íbúa og aðra hagaðila sem kunna að hafa not af þeim gögnum sem nú liggja fyrir.