EFLA hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA

13.10.2023

Fréttir
A large group of people posing together, many holding certificate with a yellow background that reads "TAKK FYRIR"

Þeir sem hlutu viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2023

EFLA hlaut í gær viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefnis Félags kvenna í atvinnulífinu á stafrænni ráðstefnu verkefnisins í beinni útsendingu á RÚV. EFLA hlaut viðurkenningu fyrir að vera eitt af þeim fyrirtækjum sem hafa undirritað viljayfirlýsingu Jafnvægisvogarinnar þess efnis að hafa jafnað kynjahlutfall í framkvæmdarstjórn félagsins.

EFLA hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA

Tilgangur verkefnisins er m.a. að auka á jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja í íslensku viðskiptalífi, virkja íslenskt viðskiptalíf til að verða fyrirmynd jafnréttis fyrir aðrar þjóðir og að taka saman heildræna stöðu og niðurstöðu greininga á stöðu stjórnenda í íslensku atvinnulífi og birta niðurstöðu.

Ísland skorar hæst í mælingum Alþjóðaefnahagsráðsins um kynjajafnrétti, en er þó í 54. sæti þegar kemur að hlutfalli kvenna í stjórnunarstöðum í atvinnulífinu. Markmið Jafnvægisvogarinnar er að árið 2027 verði hlutfallið milli kynja í stjórnunarstöðum fyrirtækja á Íslandi sem næst jafnvægi, en að minnsta kosti sé hvort kyn með 40% hlutdeild.

Í framkvæmdarstjórn EFLU er hlutfallið milli kynjanna 50%, þar sitja nú 4 konur og 4 karlar.

EFLA vill vera í fremstu röð þegar kemur að jafnrétti í atvinnulífinu og hefur verið þátttakandi í verkefni Jafnvægisvogar Félags kvenna í atvinnulífinu frá árinu 2021. EFLA hefur um langt skeið unnið að því að draga úr kynjamun og hvatt konur sérstaklega til að taka að sér aukna ábyrgð.

Hægt er að kynna sér Jafnvægisvog FKA nánar á vef verkefnisins hér.

A large group of people standing in a line, dressed in formal attire, posing with smile

Framkvæmdarstjórn EFLU 2023