EFLA verkfræðistofa náði því takmarki nýverið að fá vottun á starfsemi sinni samkvæmt öryggisstjórnunarkerfinu OHSAS 18001. EFLA hefur áður fengið vottun samkvæmt gæðastjórnunarkerfinu ISO 9001 og umhverfisstjórnunarkerfinu ISO 14001.
EFLA í forystu
Með þessum kerfum leggur EFLA grunninn að faglegri og vandaðri þjónustu. EFLA er eitt örfárra fyrirtækja á Íslandi til að ná þessu marki og fyrst íslenskra verkfræðifyrirtækja.
Vottunin var í höndum breska fyrirtækisins British Standards Institute (BSI).
Hægt að nálgast vottorðin með því að smella á BSI og ANAB táknin í vinstra horninu niðri á forsíðunni