EFLA í Hollandi

24.11.2009

Fréttir
Fjallendi með snjóbreiðum á Íslandi, texti þar sem stendur 'Vantar mynd'

Starfsmenn EFLU hafa unnið að því að gangsetja skautsmiðju fyrir Aldel í Hollandi.

Vélarnar voru hannaðar af Bergen Group Iðntækni en EFLA sá um forritun fyrir tölvuvædd stýrikerfi í sjö af átta vélum sem í skautsmiðjunni eru.

Eftir að vélunum er svo komið fyrir þarf að gera þær gang- og vinnsluhæfar og er nú komið að þeim þætti vinnunnar en bæði fyrirtækin hafa séð um hann, ásamt því að vera álverinu innan handar við endurbætur og við að koma á stöðugleika skautframleiðslunnar.