EFLA kaupir Tækniþjónustu Vestfjarða

06.07.2021

Fréttir
Two smiling men shaking hands in front of a large wall map

Sæmundur Sæmundsson og Samúel Orri Stefánsson

EFLA og Tækniþjónusta Vestfjarða ehf. hafa undirritað samning um að EFLA kaupi allt hlutfé Tækniþjónustunnar. Sameiningin mun styrkja áherslu EFLU á nærþjónustu á landsbyggðinni.

EFLA kaupir Tækniþjónustu Vestfjarða

Tækniþjónusta Vestfjarða var stofnuð 1973 og hefur starfað óslitið síðan með aðsetur á Ísafirði. Fyrirtækið hefur unnið að verkefnum víða á Vestfjörðum, sem og í öðrum landshlutum. Verkefni hafa aðallega verið á sviði verkfræðihönnunar mannvirkja, gerð kostnaðaráætlana, tjónamats, mælinga og útsetninga, gerð eignaskiptasamninga og útboðsgagna ásamt umsjón og eftirliti með útboðsverkum.

Samúel Orri Stefánsson, framkvæmdastjóri Tækniþjónustunnar segist afar ánægður með kaup EFLU á fyrirtækinu. Með þeim verði hægt að bjóða Vestfirðingum enn öflugri verkfræði- og tækniþjónustu á breiðari grundvelli sem nær til samfélagsins alls.

Sæmundur Sæmundsson, framkvæmdastjóri EFLU, fagnar kaupunum. Það sé stefna fyrirtækisins að bjóða öfluga þjónustu á landsbyggðinni sem byggi á góðri samvinnu allra starfsstöðva. Kaupin á Tækniþjónustu Vestfjarða falli einstaklega vel að þeirri stefnu og sé liður í að styrkja nærþjónustu EFLU um allt land. Fyrirtækin hafi átt í mjög góðu samstarfi um árabil og því hafi kaupin verið eðlilegt næsta skref.

Á Íslandi eru höfuðstöðvar félagsins að Lynghálsi Reykjavík, en EFLA heldur úti starfsstöðvum á Selfossi, Hellu, Reykjanesbæ, Hvanneyri, Egilsstöðum, Reyðarfirði, Seyðisfirði, Þórshöfn, Húsavík, Akureyri og nú á Ísafirði.

Street view with old multistory buildings and a huge tree

Starfsstöð Tækniþjónustu Vestfjarða við Aðalstræti 26, Ísafirði.