EFLA kemur að endurskoðun aðalskipulags

24.10.2013

Fréttir
Fjallendi með snjóbreiðum á Íslandi, texti þar sem stendur 'Vantar mynd'

Bæjarstjórn Garðabæjar hefur samþykkt að ganga til samninga við ráðgjafahóp Teiknistofu arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar, EFLU verkfræðistofu og Landmótun, um vinnu við endurskoðun aðalskipulags Garðabæjar fyrir nýtt sameinað sveitarfélag.

EFLA kemur að endurskoðun aðalskipulags

Eftirfarandi kemur fram í fundargerð bæjarstjórnar sem finna má á vef Garðabæjar:

"Með tillögu um að ganga til samninga við ráðgjafahópinn er horft til þeirrar víðtæku reynslu sem hann hefur af aðalskipulagsgerð bæði í þéttbýli og dreifbýli. Hópurinn hefur m.a. unnið saman áður að aðalskipulagi Mosfellsbæjar, Akureyrar, Akraness og Hafnarfjarðar og hefur því reynslu af samstarfi á þessu sviði. Við framsetningu gagna og á kynningarfundum hefur hópurinn sýnt fram á þekkingu á regluverki á sviði skipulagsmála og kynnt þróaða aðferðarfræði varðandi vinnulag við skipulagsgerð. Í viðræðum hefur hópurinn kynnt hugmyndir um mikilvægi samskipta við íbúa og hagsmunaðila og lýst verkfærum í því sambandi. Breið menntun er innan hópsins, arkitektar, skipulagsfræðingar, landfræðingar, landslagsarkitektar og verkfræðingar með sérhæfingu í umferðarskipulagi. Þá hefur verkefnisstjóri hópsins reynslu af störfum hjá sveitarfélagi á sviði skipulagsmála.

Mat á fjárhagslegu umfangi verkefnisins liggur fyrir og hefur ráðgjafahópurinn lagt fram kostnaðaráætlun að fjárhæð 15 - 18 mkr og byggir hún á framlagðri tímaáætlun."

Gert er ráð fyrir að ráðgjöf EFLU muni fyrst og fremst snúa að umferðar- og umhverfismálum.