EFLA kemur að uppbyggingu á Norsk Skogfinsk safninu

28.11.2022

Fréttir
Computer generated visualization of a wooden building with green roof, integrated into a forest

Lasovsky Johansson Architects ApS + Lipinkski Architects AB

EFLA kom að forhönnun á safni um norsku skógarfinnana eða Norsk Skogfinsk Museum, í Svullrya í sveitarfélaginu Grue í Noregi, nálægt sænsku landamærunum. Starfsfólk EFLU sá um rafmagnstæknilega hönnun, byggingareðlisfræði og jarðtækni.

EFLA kemur að uppbyggingu á Norsk Skogfinsk safninu

Verkefnið hlaut mikla athygli þegar á frumstigi en alls bárust 203 tillögur frá 17 löndum í opinni arkitektasamkeppni. Tillagan frá arkitektunum Lasovsky Johansson Architects ApS og Lipinkski Architects AB varð hlutskörpust með óvenjulega og krefjandi byggingu með stórum, opnum rýmum, mikilli notkun á viði og súlum innan og utan til að endurskapa upplifunina af skógi.

EFLA er stolt af því að hafa lagt sitt af mörkum í þessu spennandi forhönnun. Verkið er boðið út og búist er við því að lokahönnun fari fram fyrri part 2023 og að framkvæmdir hefjist á sama ári.