EFLA hefur ákveðið að kolefnisjafna alla beina og óbeina losun vegna rekstrar fyrirtækisins eins og gert var í fyrra. Í þetta sinn er það gert í samstarfi við Kolvið og Votlendissjóð.
EFLA kolefnisjafnar alla losun frá rekstri
EFLA hefur reiknað kolefnisspor vegna reksturs fyrirtækisins. Losun gróðurhúsalofttegunda vegna reksturs EFLU árið 2018 var um 408 tonn CO2-ígildi, sbr. samfélagsskýrslu EFLU.
EFLA hefur ákveðið að kolefnisjafna alla beina og óbeina losun vegna rekstrar fyrirtækisins eins og gert var í fyrra. Í þetta sinn er það gert í samstarfi við Kolvið og Votlendissjóð. Rekstur EFLU er því kolefnishlutlaus í dag, sem er í samræmi við loftlagsmarkmið fyrirtækisins.
Einnig bendum við á alhliða ráðgjöf EFLU í tengslum við kolefnisspor og kolefnisbókhald.