EFLA kolefnisjafnar alla losun frá rekstri

18.06.2019

Fréttir
Two men holding a certification together

EFLA og Votlendissjóður eru í samstarfi um kolefnisjöfnun. Guðmundur Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri EFLU, (til vinstri) og Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Votlendissjóðsins (til hægri).

EFLA hefur ákveðið að kolefnisjafna alla beina og óbeina losun vegna rekstrar fyrirtækisins eins og gert var í fyrra. Í þetta sinn er það gert í samstarfi við Kolvið og Votlendissjóð.

EFLA kolefnisjafnar alla losun frá rekstri

EFLA hefur reiknað kolefnisspor vegna reksturs fyrirtækisins. Losun gróðurhúsalofttegunda vegna reksturs EFLU árið 2018 var um 408 tonn CO2-ígildi, sbr. samfélagsskýrslu EFLU.

EFLA hefur ákveðið að kolefnisjafna alla beina og óbeina losun vegna rekstrar fyrirtækisins eins og gert var í fyrra. Í þetta sinn er það gert í samstarfi við Kolvið og Votlendissjóð. Rekstur EFLU er því kolefnishlutlaus í dag, sem er í samræmi við loftlagsmarkmið fyrirtækisins.

Einnig bendum við á alhliða ráðgjöf EFLU í tengslum við kolefnisspor og kolefnisbókhald.