EFLA kom að sýningunni Landnámssögur - arfur í orðum

27.03.2015

Fréttir
Fjallendi með snjóbreiðum á Íslandi, texti þar sem stendur 'Vantar mynd'

Laugardaginn 28. mars verður opnuð sýning í Borgarsögusafni sem heitir Landnámssögur - arfur í orðum . Á sýningunni, gefur að líta mörg hundruð ára gömul handrit sem rekja sögu fyrstu landnema Íslands en handritin eru fengin eru að láni hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Þessi handrit eru ein dýrmætasta eign íslensku þjóðarinnar og því er mikilvægt að vel sé farið með þau.

EFLA kom að sýningunni Landnámssögur - arfur í orðum

EFLA Verkfræðistofa sá um öryggishönnun og áhættugreiningu, ásamt hönnun og eftirliti með útfærslu öryggisvarna. Um er að ræða mjög sérhæfðar greiningar og hönnun, sem miða við að tryggja öryggi handritanna á sem bestan hátt. Auk þess sá EFLA um gerð viðbragðsáætlana og skipulag neyðarstjórnunar vegna mögulegra atburða, auk kennslu og æfinga.

EFLA hefur séð um öryggishönnun allra sýninga á handritunum síðusta áratuginn, hérlendis og erlendis, og verkfræðistofan býr yfir einstakri reynslu og þekkingu í raunlægum og tæknilegum þáttum öryggishönnunar auk neyðarstjórnunar.