EFLA leitar að öflugum leiðtoga til þess að leiða fyrirtækið á spennandi tímum. EFLA hefur verið í stöðugum vexti frá stofnun þess 2008 en sjaldan meiri en síðustu ár.
Rekstrarmódel EFLU byggir á teymisvinnu, dreifðri ábyrgð og miklu sjálfstæði einstakra eininga. Framkvæmdarstjóri stýrir daglegum rekstri og er fyrirliði í framkvæmdastjórnar-teymi móðurfélagsins og hefur yfirumsjón með framgangi samstæðunnar.
Rekstrartekjur samstæðunnar voru 12,3 milljarðar króna á árinu 2024 sem samsvarar 11,4% aukningu á árinu. Þá hagnaðist félagið um 1,1 milljarð króna árið 2024.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir og er umsóknarfrestur til og með 17. Ágúst. Við hvetjum öll áhugasöm um að kynna sér starfið nánar á heimasíðu Hagvangs.
Upplýsingar starfið og umsókn má finna hér: Framkvæmdastjóri - EFLA - Hagvangur
Nánari upplýsingar veitir Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is