EFLA með aukin réttindi í Noregi

23.06.2011

Fréttir
Fjallendi með snjóbreiðum á Íslandi, texti þar sem stendur 'Vantar mynd'

Réttindin eru "Sentral Godkjenning for Ansvarsrett" og eru gefin út af STATENS BYGNINGSTEKNISKE ETAT í Noregi.

EFLA með aukin réttindi í Noregi

Forsendur fyrir réttindunum eru að fyrirtækið hafi nauðsynlega hæfni sem krafist er í reglugerðum. Þetta felur í sér menntun, reynslu í fyrri verkefnum ásamt gæðakerfi fyrirtækis.

Réttindin ná yfir hönnunarvinnu (prosjektering) á öllum fagsviðum EFLU. Til að fá þessi réttindi þarf fyrirtækið að sýna fram á hæfni til þess að vinna hönnunarvinnu í samræmi við kröfur í norskum skipulags- og byggingalögum og reglugerðum.