Starfsfólk EFLU tók virkan þátt á Samorkuþingi sem haldið var á Akureyri í liðinni viku. Þar tóku sérfræðingar EFLU þátt með fjölbreyttum hætti, með erindum, sýnendamálstofum og vinnustofu um brýn og spennandi málefni sem snerta orkumál á Íslandi.

Ráðherra Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, ræðir við Snævarr Örn Georgsson og Helgu J. Bjarnadóttur sem stýrðu vinnustofu um vatnshlot.
Sterk sýn og fjölbreytt þekking
Á dagskránni mátti finna áhugaverð innlegg frá sérfræðingum EFLU, þar sem fjallað var m.a. um raforkuverð, möguleika rafeldsneytis, áfallaþol raforku- og hitaveitukerfa, nýtingu glatvarma, þróun vindorku og nýja tækni í mælingum með drónum. Þá stýrðu fulltrúar EFLU einnig vinnustofu þar sem rætt var um áhrifamat vatnshlota.
Það var einstaklega ánægjulegt hve margir litu við á bás EFLU í sýningarsvæðinu. Þar sköpuðust fjöldi ánægjulegra samtala, þar sem gestir sýndu mikinn áhuga á verkefnum, lausnum og framtíðarsýn EFLU á sviði orku.
Við viljum þakka öllum þeim sem komu við og tóku spjall. Það er einmitt í gegnum slík samskipti sem nýjar hugmyndir kvikna og samvinna styrkist.
- 1 / 7
- 2 / 7
- 3 / 7
- 4 / 7
- 5 / 7
- 6 / 7
- 7 / 7