EFLA með þrjú erindi á rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar

02.11.2016

Fréttir
Fjallendi með snjóbreiðum á Íslandi, texti þar sem stendur 'Vantar mynd'

Síðastliðinn föstudag, þann 28. október, hélt Vegagerðin rannsóknaráðstefnu sína í 15. sinn. Markmið ráðstefnunnar er að endurspegla afrakstur rannsókna- og þróunarstarfs sem er unnið í vegamálum hér á landi.

EFLA með þrjú erindi á rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar

Rannsóknir og nýsköpun eru EFLU afar hugleikin og á ráðstefnunni fjölluðu starfsmenn EFLU um rannsóknir og nýjungar á sviði samgöngumála.

Þrír starfsmenn frá EFLU héldu erindi á ráðstefnunni, Þorbjörg Sævarsdóttir, Birkir Sigurðarson og Sigurður Thorlacius.

Umfjöllunarefni Þorbjargar Sævarsdóttur var styrkingarmöguleikar burðarlags í vegum en þar kom m.a. fram nauðsyn þess að ráðast í meiri styrkingar á vegakerfinu þar sem endurnýjun og viðhald þess er langt undir þörfum. Þorbjörg tók sérstaklega fyrir tvær algengar styrkingaraðferðir, bik- og sementsbundin burðarlög.

Birkir Sigurðarson var með erindi sem fjallaði um forviðvörun bruna í jarðgöngum. Birkir kynnti til leiks nýja lausn frá EFLU, svokallaðan myndgreiningarbúnað sem mælir hita á öruggan og nákvæman hátt. Með búnaðinum er hægt að skynja bruna á frumstigi og þannig hægt að bregðast fyrr við.

Þá fjallaði Sigurður Thorlacius um vistferilsgreiningar fyrir íslenskar brýr. Niðurstöður úr vistferilsgreiningu fyrir steypta plötubrú voru kynntar ásamt framhaldsverkefni fyrir stálbrú. Vistferilsgreining (LCA) er aðferð til að meta umhverfisáhrif vöru eða þjónustu frá vöggu til grafar. Með slíkri greiningu er hægt að finna þá þætti sem valda mestum umhverfisáhrifum og þannig leita leiða til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna ásamt glærukynningum má nálgast á vefsíðu Vegagerðarinnar