EFLA með tvö erindi á haustfundi SATS

19.11.2018

Fréttir

Samtök tæknimanna sveitarfélaga, SATS, hélt árlegan haustfund föstudaginn 16. nóvember. Fulltrúar EFLU, Anna Heiður Eydísardóttir frá vatns- og fráveitusviði og Gréta Hlín Sveinsdóttir frá landupplýsingasviði, héldu erindi á fundinum.

Um er að ræða sameiginlegan haustfund aðila frá SATS, Félagi byggingarfulltrúa, Félagi skipulagsfulltrúa sveitarfélaga og Samtaka garðyrkju- og umhverfisstjóra. Markmiðið er að fjalla um nýjungar í geiranum ásamt því að miðla reynslu og þekkingu. Fundinn sóttu einnig fulltrúar frá fyrirtækjum sem starfa við tæknimál og málefni sveitarfélaganna.

Frumhönnun veitna á skipulagsstigi

EFLA er leiðandi í ráðgjöf á sviði fráveituhreinsunar, hönnun veitukerfa og veitumannvirkja og fjallaði erindi Önnu Heiðar Eydísardóttur, umhverfisverkfræðings hjá EFLU, um reynsluna af frumhönnun veitna á skipulagsstigi. Frumhönnun veitna snýst um að skoða veitu- og ofanvatnsmálin þegar verið er að móta skipulagssvæði. Tilgangurinn er að greina möguleg vandamál og taka þau fyrir sem fyrst. Sérfræðingar EFLU hafa mótað ferlið í sambandi við frumhönnun veitna með það fyrir augum að leggja fram lausn við áskorunum í veitumálum. Reynslan úr verkefnum EFLU hefur sýnt fram á að frumhönnun veitna eykur gæði lausna, auðveldar hönnunarferlið og getur sparað bæði tíma og fjármuni.

Headshot of a woman

Anna Heiður Eydísardóttir

Hagnýting landupplýsinga hjá sveitarfélögum

Hjá EFLU starfa sérfræðingar með mikla reynslu og þekkingu í landupplýsingakerfum og hélt fagstjóri landupplýsinga, Gréta Hlín Sveinsdóttir, erindi um hagnýtingu landupplýsingakerfa hjá sveitarfélögum Gréta tók nokkur dæmi um verkefni þar sem landupplýsingakerfi hafa gefið góða raun við úrlausn verkefna. Þar á meðal eru verkefni er varða kortlagningu gistirýma, skipulag, staðar- og kostaval og nýtingu á vindorku.

Headshot of a woman

Gréta Hlín Sveinsdóttir