Nýverið ákvað borgarráð að úthluta Háskóla Íslands lóð við Sæmundargötu 15-19 vegna Vísindagarða. Á lóðinni fyrirhugar alþjóðlega lyfjafyrirtækið Alvogen að reisa um ellefu þúsund fermetra byggingu, hátæknisetur, sem rekið verður sem hluti Vísindagarða Háskóla Ísland.
EFLA og hátæknisetur Alvogen
EFLA verkfræðistofa hefur komið að verkefninu með ýmsum hætti. Má þar nefna sá EFLA um umhverfismat framkvæmdarinnar, rafmagns-, bruna- og öryggishönnun, burðarþols- og hljóðhönnun. Verkefnastjórnunarsvið EFLU sinnir síðan almennri ráðgjöf, verkefnastjórnun ásamt gerð tíma- og kostnaðaráætlarna.
Lagnatækni sér um alla lagnahönnun. Arkitektar að byggingunni eru PK-Arkitektar. Fjölmargir sérfræðingar Alvogen koma að verkefninu, enda um mjög sérhæfða starfsemi að ræða.
Alvogen hyggst hefja framkvæmdir við byggingu hússins fyrir árslok og stefnt er að því að það klárist innan tveggja ára. Í Hátæknisetri Alvogen er fyrirhugað að þróa og framleiða samheitalyfjaútgáfu líftæknilyfja sem eru nú þegar á markaði og markaðsetja þau þegar einkaleyfi þeirra renna út.
Húsnæðið mun einnig hýsa alþjóðlegar skrifstofur Alvogen.