EFLA og jarðhitaskóli sameinuðu þjóðanna

19.09.2012

Fréttir
Fjallendi með snjóbreiðum á Íslandi, texti þar sem stendur 'Vantar mynd'

Nýverið komu nokkrir nemendur úr jarðhitaskóla sameinuðu þjóðanna (UNU-GTP) í heimsókn til EFLU verkfræðistofu.

EFLA og jarðhitaskóli sameinuðu þjóðanna

Hópurinn samanstendur af jarð- og verkfræðingum frá níu þjóðlöndum, en hver um sig kemur að vinnslu jarðhita í sínu heimalandi. Þau komu hingað til lands í apríl, dvelja í hálft ár og hljóta þjálfun í nýtingu jarðhita.

Eftir kynningu á starfsemi EFLU var farið í stutta ferð að koltvísýringsverksmiðju ÍSAGA í Grímsnesi og að Efri-Reykjum í Biskupstungum. Þar er notast við gufu úr borholu til að framleiða rafmagn, sem aftur knýr dælu í holunni og sér um 500 notendum fyrir hitaveituvatni.