EFLA sigrar hönnunarsamkeppni í Noregi

05.01.2017

Fréttir
Fjallendi með snjóbreiðum á Íslandi, texti þar sem stendur 'Vantar mynd'

Statnett í Noregi stóð fyrir hönnunarsamkeppni og sendi EFLA inn þrjár tillögur um ný háspennumöstur í samkeppnina. Tillögur EFLU urðu í tveimur efstu sætunum.

EFLA sigrar hönnunarsamkeppni í Noregi

Nýverið stóð Statnett í Noregi fyrir samkeppni varðandi nýja 420 kV háspennulínu sem liggur í gegnum afar þéttbýlt svæði í Osló og aðliggjandi sveitarfélög. Línan er fyrir augum fjölda fólks á hverjum degi og mikilvægt að hún falli sem best að þéttbýlu umhverfinu.

EFLA skilaði inn þremur tillögum, um ný háspennumöstur, í samkeppnina og lentu tillögur EFLU í tveimur efstu sætunum. Vinningstillagan nefnist "Strå" (Stráið) en "Spire" (Spíran) lenti í öðru sæti. EFLA vann sínar tillögur í samstarfi með Evu Widenoju, iðnhönnuð frá Widenoja Design AS. Að tillögunni komu bæði starfsmenn EFLU á Íslandi og starfsmenn EFLU í Noregi.

Hæsta faglega einkunn í rammasamningum

Góður árangur hefur náðst í línuverkefnum erlendis og hefur EFLA síðastliðið ár fengið nýja rammasamninga á sviði háspennulínuhönnunar hjá Statnett í Noregi, Svenska Kraftnät í Svíþjóð og Energinet í Danmörku, ásamt því að hafa hlotið hæstu faglegu einkunn í öllum samningunum. Þetta eru allt raforkuflutningsfyrirtæki sambærileg Landsneti á Íslandi.

EFLA býr yfir 40 ára reynslu af háspennulínuhönnun og þar af um 25 ára alþjóðlegri reynslu sem hefur komið EFLU í fremstu röð á þessu sviði í Skandinavíu.

Alþjóðleg og öflug reynsla á sviði háspennulína

Einnig hefur EFLA komið að stórum loftlínuverkefnum í Póllandi, Frakklandi og Grænlandi auk minni verkefna í nokkrum löndum Afríku og Kanada. Hjá EFLU starfa yfir 300 starfsmenn en þar ef eru yfir 40 starfsmenn í ráðgjöf á sviði háspennulína sem bæði starfa á Íslandi, hjá EFLU AS í Noregi og EFLU AB í Svíþjóð auk 20 manna dótturfyrirtækis í Frakklandi.

Tengdar fréttir og umfjöllun á öðrum miðlum

Teknisk Ukeblad

Byggeindustrien

Hæstu einkunn á Norðurlöndum