EFLA tekur þátt í Iðnþingi Samtaka Iðnaðarins

10.03.2016

Fréttir
Fjallendi með snjóbreiðum á Íslandi, texti þar sem stendur 'Vantar mynd'

EFLA tekur þátt í Iðnþingi Samtaka Iðnaðarins á Hilton Hótel í dag 10.mars milli kl 14-16:30.

EFLA tekur þátt í Iðnþingi Samtaka Iðnaðarins

EFLA mun kynna nýjungar í notkun flygilda og dróna til kortagerðar, landmælinga sem og notkun sjálfvirkra myndgreininga í iðnaði og við eftirlit. Einnig veltum við upp nýjum möguleikum á að tvinna saman notkun flygilda og sjálfvirkra myndgreiningar.

Á Iðnþingi 2016 kemur saman fólk með ólíka sérfræðiþekkingu til að ræða meginstrauma í samfélagi og atvinnulífi.

Hvað kennir sagan okkur? Hverjar eru helstu áskoranir sem við stöndum frammi fyrir og hvað bíður okkar í framtíðinni?

Yfirskrift þingsins að þessu sinni eru hraðar breytingar í loflags- og umhverfismálum sem hafa víðtæk áhrif á líf okkar. Erum við stödd í mestu tæknibyrltingu sögunnar og stöndum frammi fyrir krefjandi áskorunum varðandi breytingar á samsetningu vinnuafls þar sem stöðugt þarf að mæta nýjum þörfum og viðhalda þeim eldri.

Leitað verður svara við því hvernig atvinnulífið bregst við þessum áskorunum og hver mikilvægustu verkefnin til að ná árangri samfélaginu öllu til heilla.