EFLA veitir ráðgjöf um jarðgerð

08.05.2013

Fréttir
Fjallendi með snjóbreiðum á Íslandi, texti þar sem stendur 'Vantar mynd'

Í tilefni af þeirri stefnumörkun og hugmyndavinnu sem unnin hefur verið undir nafninu "Grænt Kjalarnes" bauð umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar íbúum á Kjalarnesi til kynningar á jarðgerð og jarðgerðartunnum.

EFLA veitir ráðgjöf um jarðgerð

Grænt Kjalarnes

Á kynningunni fóru sérfræðingar frá EFLU verkfræðistofu yfir grunnatriði heimajarðgerðar, m.a. hvaða hráefni má nýta í jarðgerð og hvernig best er að standa að jarðgerðinni. Þeir sem jarðgera draga verulega úr sorplosun sinni en áætlað er að um 30-50% af heimilissorpi sé lífrænt og endurnýtanlegt. Jarðgerð stuðlar með þessum hætti að aukinni sjálfbærni, dregur úr sorplosun og tilheyrandi mengun, m.a. við flutning, urðun eða brennslu sorps.