Landsvirkjun og EFLA hafa skrifað undir samning um verkhönnun vindlunda (vindgarðana) á Hafinu við Búrfellsvirkjun. Hér er um að ræða fyrstu vindlundina sem hannaðir eru á Íslandi en fáeinar stakar vindmyllur hafa verið settar upp hér á landi.
EFLA verkhannar vindlundi fyrir Landsvirkjun
Í þessu verkefni mun EFLA njóta aðstoðar Pöyry í Svíþjóð sem hannað hefur fjöldann allan af vindlundum víðsvegar í Evrópu en stærsti hluti hönnunarvinnunnar verður unnin hjá EFLU á Íslandi. Á sama tíma var undirritaður samningur við Mannvit um umhverfismat fyrir vindlundina. Meðfylgjandi mynd var tekin við undirritun þessara samninga.
Á myndinni eru Margrét Arnardóttir umsjónarmaður verkefnisins hjá Landsvirkjun, Árni Magnússon hjá Mannviti, Hörður Arnason forstjóri Landsvirkjunar og Guðmundur Þorbjörnsson framkvæmdastjóri EFLU verkfræðistofu.
Ítarlegra lesefni um þetta verkefni og rannsóknir í tengslum við það hér: