EFLA vinnur að undirbúningi framtíðarhúsnæðis Tækniskólans

08.07.2021

Fréttir
Two people working at desks in a brightly lit modern office space with vibrant yellow walls

Starfsemi Tækniskólans

Staðsetning nýs Tækniskóla hefur verið staðfest af stjórnvöldum, Hafnarfjarðarbæ og Tækniskólanum og mun rísa við Suðurhöfnina í Hafnarfirði. EFLA vann valkostagreiningu fyrir framtíðarhúsnæði skólans í samstarfi við ráðgjafarfyrirtækið KPMG.

EFLA vinnur að undirbúningi framtíðarhúsnæðis Tækniskólans

Aðsókn í Tækniskólann hefur aukist mikið á undanförnum árum og bygging nýs skóla því orðin brýn.

Í skól­an­um eru rúm­lega 270 starfsmenn og yfir þrjú þúsund nem­end­ur eru skráðir þar í nám vet­ur­inn 2020-2021. Tækni­skól­inn er í dag starf­rækt­ur í níu bygg­ing­um víða um höfuðborg­ar­svæðið og mun fyrirhuguð bygg­ing sam­eina alla starfsemina und­ir einu þaki.

Unnin var frumþarfagreining fyrir skólann þar sem stærðarþörfin var metin, kostnaðaráætlun fyrir framkvæmdina sett fram og byggingartími metinn út frá ólíkum forsendum. Einnig var ferðatími nemenda og starfsfólks metinn út frá mismunandi staðsetningum á höfuðborgarsvæðinu. Við mat lóðakosta var litið til til þarfa starfseminnar og tekið tillit til þeirrar spennandi hugmyndafræði sem stjórnendur leggja upp fyrir starfsemi skólans í framtíðinni.

Lesa má nánar um næstu skref á vef Stjórnarráðsins.