EFLA virkur þátttakandi í umhverfisvænni mannvirkjaiðnaði

02.10.2023

Fréttir
An elegant, curving structure of a pedestrian bridge with a smooth underbelly, under cloudy sky

Rafrænt málþing um stöðu vistvænnar innviðauppbyggingar var haldið á dögunum á vegum norrænna systursamtaka Grænnar byggðar og voru það samtök Grænni byggða frá Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og Íslandi sem stóðu fyrir viðburðinum. Viðburðurinn var haldinn á World Green Building Week 2023, þegar fjölmargir viðburðir í þessum málaflokki áttu sér stað víðsvegar um heiminn.

EFLA virkur þátttakandi í umhverfisvænni mannvirkjaiðnaði

Alexandra Kjeld, ritari og varaformaður Grænni byggðar á Íslandi og umhverfisverkfræðingur á samfélagssviði EFLU, hélt erindi sem fjallaði um núverandi sjálfbærnistöðu innviða hérlendis. Tilgangur viðburðarins var að fara yfir stöðu í stefnumótun og regluverki á Norðurlöndunum hvað kolefnisspor og umhverfisáhrif innviða varðar og voru verkefni frá Íslandi, Svíþjóð og Finnlandi kynnt. Að auki var sagt frá völdum innviðaverkefnum á Norðurlöndunum, brúargerð í Helsinki, aflstöðvar Landsvirkjunar og iðnaðarsvæðið Hammarängen í Norður-Svíþjóð.

Hægt er að skoða dagskrá og horfa á upptöku frá viðburðinum hér.

Eins fór fram Nordic Climate Forum for Construction föstudaginn 15. september síðastliðinn, en Umhverfisráðuneyti Finnlands, Aalto háskóli og systursamtök Grænnar byggðar, GBC í Finnlandi, hýstu viðburðinn. Nordic Climate Forum for Construction fer fram ár hvert og þar ræða norrænir stefnumótunaðilar og hagsmunaaðilar úr byggingargeiranum og úr fræðasamfélaginu um stöðu og þróun sjálfbærra bygginga.

EFLA hefur um árabil verið virkur þátttakandi í innleiðingu vistvænnar hugsunar í mannvirkjaiðnaði og tekur nú bæði þátt í innleiðingu á nýjum kröfum um lífsferilsgreiningar/vistferilsgreiningar (LCA) í byggingariðnaði á Íslandi, líkt og Norðurlöndin hafa þegar og/eða eru í þann mund að innleiða, sem og í norrænu samstarfi um að samræma mælingar á losun frá byggingariðnaði og setningu viðmiða. Nánar má lesa um verkefnið í heild sinni hér.

EFLA hefur þegar reiknað kolefnisspor sjö bygginga af ólíkum stærðum og gerðum, þar með talið svokallaðs viðmiðunarhúss sem endurspeglar hefðbundnar byggingaraðferðir. Þá eru ótaldir kolefnissporsútreikningar fyrir innviðaverkefni, það er fyrir vegi, brýr, göng, vatnsaflsvirkjanir, jarðvarmaver, vindmyllur, loftlínur og jarðstrengi, og fyrir ýmis byggingarefni. Allt eru þetta útreikningar sem byggja á staðlaðri aðferðafræði vistferilsgreininga eða lífsferilsgreininga (e. life cycle assessment). Þessir útreikningar eru gríðarlega verðmætar upplýsingar inn í umræðu um vistvæna mannvirkjagerð á Íslandi.

Hægt er að fræðast nánar um kolefnisspor og þjónustu EFLU við mælingu kolefnisspors og gerð kolefnisbókhalds með því að smella á hnappana hér fyrir neðan

Kolefnisspor og kolefnisbókhald

Hvað er kolefnisspor?