EFLA hefur áður haft verkefni með höndum í Póllandi.
Nú vinnur markaðssvið EFLU, sem heitir Orka og veitur, að hönnun tveggja háspennulína í Pólland með dótturfyrirtæki EFLU, Ispol í borginni Lodz. Hjá Ispol starfa nú 21 starfsmaður.
Um er að ræða 110 kV háspennulínu milli Namyslow og Olesnica í Suður-Póllandi, sem er 30 km löng og 400 kV línu frá Milosna til Siedlce í Austur-Póllandi. Sú lína er mun lengri eða 80 km.