Efling vistvænna ferðavenja

21.12.2018

Fréttir
Two men standing next to each other holding a framed certificate

Daði Baldur og Ragnar Gauti frá Samgöngusviði EFLU eru að vinna að Samgönguspori.

Á dögunum hlaut EFLA viðurkenningu fyrir þátttöku í Snjallræði, fyrsta íslenska viðskiptahraðlinum fyrir samfélagslega nýsköpun. Daði Baldur Ottósson og Ragnar Gauti Hauksson frá EFLU unnu að verkefninu Samgönguspor og var það eitt af sjö verkefnum sem valin voru til þátttöku en alls bárust 40 umsóknir.

Efling vistvænna ferðavenja

Hugmyndin með Samgönguspori er að koma á laggirnar þjónustu sem aðstoðar fyrirtæki við að innleiða og framfylgja samgöngustefnu. Með því er leitast við að skapa einfaldara og þægilegra hvatningarkerfi til starfsmanna svo að fleiri nýti sér samgöngusamninga. Með því má stuðla að því að fleiri starfsmenn ferðist með vistvænum hætti til og frá vinnu og draga þannig úr kolefnisspori vinnustaða. Rannsóknir sýna að innleiðing samgöngustefnu hjá fyrirtækjum, stofnunum og skólum getur verið áhrifamikil leið til þess að breyta ferðavenjum starfsmanna.

EFLA stefnir að áframhaldandi þróun á verkefninu og hvetur fyrirtæki og stofnanir til að hafa samband við Daða Baldur Ottósson til að fá nánari upplýsingar um verkefnið.

Nánari upplýsingar um Snjallræði.