EFLA heldur fræðslufund fimmtudaginn 2. maí frá 17:30-19:00 þar sem fjallað verður um hvað hafa þarf í huga varðandi sýnatökur vegna rakaskemmda og túlkun niðurstaðna. Einnig verður fjallað um hvaða úrræði eru í boði þegar upp kemur ágreiningur vegna fasteignagalla.
Fasteignir og rakaskemmdir
Þegar grunsemdir vakna um rakaskemmdir í fasteignum ríkir oft óvissa um hvaða leiðir er hægt að fara. Athuga þarf hvort rökstuðningur sé fyrir hendi um skemmdir vegna raka og upp getur komið margvíslegur ágreiningur.
Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, fagstjóri hjá EFLU, og Haukur Örn Birgisson, lögmaður hjá Íslensku lögfræðistofunni, sjá um fræðsluerindin en þau hafa áralanga reynslu af málefnum fasteigna vegna rakaskemmda.
Aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig.
Dagskrá
17:30 | Rannsóknir og sýnataka í fasteignum vegna rakaskemmda
Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur, fer yfir hvað felst í rannsókn á rakaskemmdum í byggingum, mismunandi sýnatökum, túlkun á niðurstöðum og ályktun. Hvað liggur að baki þegar niðurstöður fagaðila eru ekki einsleitar og hvað þarf fasteignaeigandi að vita og þekkja.
18:15 | Ágreiningur vegna rakavandamála í fasteignum
Haukur Örn Birgisson, lögfræðingur, mun fara yfir helstu atriði sem eigendur, kaupendur og seljendur fasteigna þurfa að hafa í huga. Hann beinir kastljósinu að atriðum sem tengjast göllum á íbúðarhúsnæði og úrræðum þegar upp kemur ágreiningur vegna fasteignagalla.
19:00 Ráðstefnulok
Hvar og hvenær
Málþingið verður haldið hjá EFLU verkfræðistofu, Lynghálsi 4 (gengið inn á fyrstu hæð hússins - Lynghálsmegin), fimmtudaginn 2.maí frá kl. 17:30-19:00.
Um EFLU-þing
EFLU-þing eru haldin reglulega en markmið þess er að fræða og skapa grundvöll fyrir umræðu um samfélagsleg málefni.