Eflum ungar raddir

16.10.2013

Fréttir
Fjallendi með snjóbreiðum á Íslandi, texti þar sem stendur 'Vantar mynd'

Samfélagssjóður EFLU var stofnaður í tilefni af 40 ára afmæli fyrirtækisins og er úthlutað úr sjóðinum tvisvar á ári.

Eflum ungar raddir

Eitt af fyrstu verkefnum sjóðsins er tónleikaröð sem kallast "Eflum ungar raddir". Á tónleikunum gefst ungum og efnilegum söngvurum tækifæri á að koma fram á einsöngstónleikum í Hörpu og þroskast þannig og eflast ennfremur. Frítt er inn á tónleikana sem eru á neðangreindum dagsetningum.

Tónleikarnir verða einu sinni í mánuði í vetur með söngvurum sem eru í framhaldsnámi og að stíga sín fyrstu skref sem atvinnumenn á tónlistabrautinni. Hinir ungu söngvarar hafa verið valdir af valnefnd eftir áheyrnarprufur en þeir eru á bilinu 21-28 ára, og koma úr ýmsum greinum tónlistar. Dagskrá þeirra verður því mjög fjölbreytt, allt frá ljóðasöng og óperuaríum yfir í jazz og söngleikjatónlist.

Í valnefnd sátu; Mist Þorkelsdóttir, Steinunn Birna Ragnarsdóttir, Kristjana Stefánsdóttir, Kristján Jóhannsson og Þórunn Sigurðardóttir sem jafnframt er verkefnisstjóri verkefnisins.

Tónleikarnir verða klukkan 16 á eftirfarandi dagsetningum í Kaldalóni í Hörpu:

Kristín Sveinsdóttir, mezzo, 20. október

Rúnar Kristinn Rúnarsson, söngleikjatónlist, 24. nóvember

Aðalsteinn Már Ólafsson, baritón, 26. janúar

Ingibjörg Fríða Helgadóttir, Jazz, 23. febrúar

Unnur Helga Möller, sópran, 23. mars

Kristján Jóhannesson, baritón, 13. apríl

Fylgist með tónlistardagkrá hverra tónleika á heimasíðu Hörpu.